Góð Ráð
- Geymið alltaf Glossy Gel límmiðana í svarta umslaginu sem það kemur í. Gott er að venja sig á að setja það alltaf aftur í umslagið svo það verði ekki útsett fyrir uv/led ljósi og byrji að harðna á plastfilmunni.
- Einn pakki inniheldur eina ásetningu. Magn límmiðanna í pakkanum eru fleiri svo allir geti fundið stærð sem hentar sínum nöglum. Við mælum með að geyma restina af límmiðunum þar sem það er gott að grípa í auka límmiða ef það þarf að lagfæra.
- Ef þú ert með stuttar neglur er hægt að klippa Glossy Gel í tvennt og nota á sitthvora hendina. Þannig nærðu allavega tveimur ásetningum úr einum pakka!
- Það er hægt teygja til Glossy Gel límmiðana til þess að láta þá passa fullkomlega á neglurnar.
- Ef gelið virðist stíft á plastfilmunni er hægt að hita það með hárblásara í nokkrar sek. Hafðu gelið í svarta umslaginu ef þetta er gert.
- Passið að setja Glossy Gel ekki á naglaböndin því þá getur það byrjað að lyftast upp af nöglunum. Góður undirbúningur naglanna er algjört lykilatriði.
- Forðist að nota olíur í kringum neglurnar þegar þið notið Glossy Gel.