Skilmálar

Þjónustuskilmálar

Upplýsingar um seljanda 

Glossygel.is er rekið af Anva ehf. kt. 481024-2340

glossygel.is@gmail.com

 

Greiðslur

Hægt er að greiða fyrir vörur með millifærslu eða greiðslukorti í gegnum greiðslugátt. Millifærsla þarf að berast innan við 24 klukkustundum frá pöntun. Berist greiðsla ekki innan þess tíma er litið svo á að hætt hafi verið við pöntun.

Verð
Athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara.
Öll verð í vefverslun eru reiknuð og gefin upp með virðisaukaskatti

Sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram, samkvæmt verðskrá sendingaraðila. 

Áskilin er réttur til að hætta við pantanir, breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust, t.d., ekki tæmandi talið, vegna rangra verðupplýsinga eða annarra villa í upplýsingum.

Inneignarnótur gilda ekki á útsölu né lagersölu.


Afhending

Hægt er að fá pantanir sendar með Dropp um allt land, sjá afgreiðslustaði.
Allar pantanir eru afgreiddar á 1-3 virkum dögum eftir að pöntun berst nema að annað sé tekið fram.
Kaupandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að gefa upp réttar upplýsingar við pöntun.
Af öllum pöntunum dreift af Dropp gilda eftirfarandi skilmálar. Sendingarkostnaður er samkvæmt gjaldskrá sendingaraðila.

 

Forpantanir
Sé vara merkt forpöntun skal kaupandi lesa vel yfir upplýsingar sem gefnar eru hverju sinni. Forpöntun merkir að vara er ekki til á lager en kaupandi hefur möguleika á að senda inn pöntun til að tryggja sér eintak úr næstu sendingu. Seljandi ber ekki ábyrgð á ófyrirsjáanlegum töfum á sendingum forpantanna. Seljandi mun upplýsa þegar pöntun er tilbúin til sendingar. Greitt er fullt verð fyrir vöru við forpöntun, líkt og við aðrar hefðbundnar pantanir.

 

Skilareglur í vefverslun
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin. Vöru fæst eingöngu skilað ef vara er ónotuð, óskemmd og í upprunalegum óskemmdum umbúðum og upprunalegu ástandi. Sé vara innsigluð má ekki innsigli ekki vera rofið. Framvísa skal sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Fresturinn miðast við að varan sé komin í hendur seljanda innan framangreindra 14 daga. Endurgreiðsla vöruverðs er framkvæmd ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt að mati seljanda og eftir að seljandi hefur móttekið vöruna. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Endurgreiðsla miðast við greitt verð samkvæmt sölureikningi. Kaupandi getur einnig óskað eftir að fá rafræna inneignarnótu.

 

Útsöluvörum og lagersöluvörum fæst hvorki skilað né skipt og eru keyptar í því ástandi sem þær eru.

 

Vinsamlegast hafið samband á glossygel.is@gmail.com vegna skila á vöru.

 

Skilareglur vegna gjafa 

 

Ef skila á vöru sem er gjöf þá er hægt að skipta vörunni í aðra vöru. Sömu skilyrði um ástand vöru og í öðrum skilareglum gilda.  Ef um gjöf er að ræða er er hægt að skipta í aðra vöru eða fá rafræna inneignarnótu í formi kóða sem hægt er að nota í vefverslun. Vörur sem eru gjöf eru ekki endurgreiddar.

 

Galli

Kaupanda ber að rannsaka vöru á þann hátt sem góð venja stendur til við móttöku. Þegar 6 mánuðir eru liðnir frá móttöku vöru getur kaupandi ekki borið fyrir sig galla enda á framleiðslugalli að vera kominn fram á þeim tíma. Framvísa þarf sölureikningi til staðfestingar á að vara hafi verið keypt hjá fyrirtækinu. Senda þarf mynd af vöru sem sýnir galla ásamt afriti af sölureikningi á glossygel.is@gmail.com. Skilaboðum er svarað innan 5-7 daga, nema annað komi fram.

 

Kaupanda er boðin ný vara í stað gallaðrar vöru og getur kaupandi fengið senda nýja vöru án sendingarkostnaðar eða, eftir atvikum, endurgreiðslu. 

 

Trúnaður og persónuvernd

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við kaup. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila. 


Við förum með persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga. Við söfnum eingöngu upplýsingum um viðskiptavini okkar til þess að geta veitt þá þjónustu sem beðið er um.

 

Löggjöf og lögsaga

 

Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000. Um skilmála þessa gilda Íslensk lög.