Spurt & Svarað
Hvað er Glossy Gel?
Glossy Gel eru einfaldir, hálfhertir gel-límmiðar sem gefa þér fallegar og endingargóðar gelneglur þegar þér hentar. Glossy Gel límmiðarnir eru auðveldir í notkun, setjast fullkomlega á þínar neglur og harðna undir nagla lampa til að tryggja að þeir endist á í allt að 2 vikur. Glossy Gel límmiðarnir koma hertir að hluta til sem gerir þá sveigjanlega, teygjanlega og mjög auðvelda í notkun.
Skemmir þetta mínar neglur?
Nei. Glossy Gel verndar og styrkir þínar neglur, án þess að valda skaða eða veikja þær þegar það er tekið af.
Hvað endist Glossy Gel lengi?
Í allt að 2 vikur með réttri ásetningu.
Er þetta framlenging á neglurnar?
Nei. Glossy Gel er ekki ætlað sem framlenging á neglurnar. Við mælum með að pússa það niður í lengd naglanna þinna. Glossy Gel herðir neglurnar og getur þannig hjálpað þér að fá lengri náttúrulegar neglur með tímanum.
Þarf ég að nota naglalampa?
Já. Glossy Gel límmiðana þarf að herða undir naglalampa.
Hversu margar ásetningar næ ég úr einum pakka?
Einn pakki inniheldur eina ásetningu. Magn límmiðanna í pakkanum eru fleiri svo allir geti fundið stærð sem hentar sínum nöglum. Við mælum með að geyma restina af límmiðunum þar sem það er gott að grípa í auka límmiða ef það þarf að lagfæra.
Ef þú ert með stuttar neglur er hægt að klippa Glossy Gel í tvennt og nota á sitthvora hendina. Þannig getur þú náð tveimur ásetningum úr einum pakka!
Er Glossy Gel vatnshelt?
Já Glossy Gel er vatnshelt. Það þolir vatn og sápu en við mælum með að bleyta það ekki fyrr en 1-2 klukkutíma eftir ásetningu. Gott er að forðast olíur nálægt nöglunum þegar Glossy Gel er notað.
Er sterk lykt af Glossy Gel?
Nei engin lykt. Glossy Gel hentar því einstaklega vel fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir lyktum.
Hvenær fæ ég pöntunina mína?
Allar pantanir eru afgreiddar á 1-3 virkum dögum eftir að pöntun berst nema að annað sé tekið fram.
Hvernig tek ég þetta af?
- Notaðu tréprikið til að lyfta köntunum á gelmiðunum varlega af nöglunum. Gott er að setja olíu undir kanntana því þá byrjar gelið að losna frá nöglinni.
- Hreinsaðu neglurnar með rakri bómullarskífu eða þvoðu þér um hendurnar með vatni og sápu.
- Ef það eru leifar af lími á nöglunum þá getur þú notað olíu eða acetone til að ná því af.
Passar Glossy Gel á mínar neglur?
Í pakkanum eru 20 gel-límmiðar í 10 mismunandi stærðum svo allir ættu að finna stærð sem passar. Ef þú ert á milli stærða er ekkert mál að teygja þá til svo þeir passi fullkomlega.